Horsens Jólin 2007.
Komið sæl öll, þá er árið liðið og við hugleiðum hvað gerðist á árinu, árið byrjaði með að húsbóndinn byrjaði í nýrri vinnu og líkar honum það vel, og er farinn að venjast því að vinna reglulegan vinnutíma. Páskarnir komu að vana og fylgdu þeim margir gestir, farið var í luksus sumarhús á vesturströnd Jótlands með Englendingum og Íslendingum og var þar legið í heitum potti, tekinn sundsprettur í sundþjálfara og farið í göngutúra, þess á milli var góður og hollur matur J. Héðan eru aðrar góðar fréttir þar sem við hjónin getum haldið uppá meir en árs reykingarbindindi. Síðan kom sumarið sem beðið var með eftirvæntingu ætluðum bara að vera hér heima og njóta veðurblíðunnar,en hún lét bíða eftir sér og gekk sumarið með mörgum rigningum og var talað mikið um að það væri útaf gróðurhúsa áhrifum jarðar og erum við því farinn að endurnýta allt....Anita fór ein í fyrsta skifti á fótboltamót i næstum heila viku í byrjun sumars, fór síðan til Ítalíu á fótboltamót í viku og endaði með að fara í viku til sólskinseyjunar Bornholm með skólanum. Soffía var heima hjá mömmu og pabba og undi því vel að vera einkabarn svona einu sinni. Farið var á openair tónleika um mitt sumar og ekki er frá því að segja en fjárfest var í góðum regnfötum og síðan var vaðið í drullumalli heila helgi og hlustað á musik. Herran hélt aðeins áfram í musikynni og skellti sér á Metallica með Hlyn og Nilla og er hann farinn að hugsa til næstu stórtónleika en þeir verða haldnir hér í miðbæ Horsens 27 Juli með Iron Maiden.Ragga varð fertug í september og var þá skellt sér til spánar Costa Brava nokkra daga bara við hjónakornin, þar var legið í sólbaði ,farið í nudd og bara látið sér líða vel ,en stelpurnar voru hjá Helgu. Þegar komið var heim þá hélt konan að gamanið væri búið, en í sammráði við tengdó og Nilla var boðið í surprice party og tókst okkur að halda 60 manna veislu sem kom henni algjörlega á óvart og tók hún því bar vel. Duglegar hafa þær verið stelpurnar og eru nú allar komnar i Equinox líkamsræktarstöð og spinna ,dansa,boksa og yoga alveg á fullu og hafa mjög gaman af, nú vantar bara að húsbóndin skelli sér með, en æfir hann en á sínum gamla stað Herkules.
Við viljum að lokum Óska ykkur öllum Vinum og Ættingjum Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Bjartur Ragga Anita og Soffía
søndag den 16. december 2007
Abonner på:
Opslag (Atom)